Ríkiskaffihús - því ekki?

Ég er með hugmynd:  Hvernig væri að ríkið gerði sig gildandi á samkeppnismarkaði?  Hvernig væri t.d. ef ríkið ætti varanlega einn banka í heilu lagi, tryggingafélag, sjávarútvegsfyrirtæki o.s.frv., já og jafnvel ríkiskaffihús.

Ef ríkið getur grætt á fyrirtækjarekstri í samkeppni við einkaaðila af hverju er það þá ekki að gera það til hagsbóta fyrir almenning.  Ég vil gjarnan geta valið hvort ég versla við einkabanka (og eina prósentið) eða ríkisbanka (við almenning).

Þarna yrði þá bæði kapítalismi og sameignarstefna í bland, þar sem maður gæti valið annað hvort eða bæði eftir atvikum.

Ég vil benda á að sameignarstefna hefur gefist vel á mörgum sviðum, t.d. er Landsvirkjun í almanna eigu og er almenn ánægja með það.  Ríkisbankarnir hafa undanfarin misseri skilað svakalegum hagnaði og arði til ríkisins, og í gamla daga átti ríkið t.d. Símann (Póstur og Sími) sem var á þeim tíma mikil tekjulind fyrir ríkið.  Sé litið út fyrir landsteinana – til Svíþjóðar, þar skilst mér að stór hluti íbúða sé í eigu ríkis og sveitafélaga og eru leigðar til almennings – e.t.v. væri hægt að bjóða upp á lægri leigu með því móti?

Nú veit ég ekki hversu góð hugmynd þetta er á skalanum slæm til góð, en ég vildi koma henni á framfæri sem er hér með gert.

Hagur sjávarútvegsins, eigið fé og arðgreiðslur, frá hruni til loka ársins 2016 hefur batnað um 365 milljarða króna las ég nýlega í Kjarnanum, sem er ríflega milljón á hvern Íslending svo það virðist eftir nógu að slægjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband