Færsluflokkur: Bloggar

Hugleiðingar

Gáta: Hvað er líkt með kapítalista og öryrkja?

Svar:. Þeir eru báðir á framfærslu vinnandi fólks.

 

Smá hugleiðing um samkeppni:
Það er alltaf talað um að samkeppni sé af hinu góða, en gallinn við samkeppni er að það eru vinnerar og lúserar. Stundum á þetta við um heilu heimsálfurnar, t.d. Bandaríkin og Afríku - vinner og lúser. Hvernig á t.d. Simbabve að keppa við Bandaríkin?  Þeir eru langt á eftir í þróun.  Eiga þeir t.d. að fara að framleiða tölvur og bíla? Þeir færu örugglega á hausinn, þ.s. hinir hafa samkeppnisforskot.  Þeir ríku verða ríkari....... E.t.v. væri heimurinn betri ef það væri meiri samvinna og minni samkeppni.

......Svo gæti annar möguleiki verið að ríkið stofnaði hin ýmsustu fyrirtæki og færi í samkeppni við einkafyrirtækin. Þá væri þeim sem hefðu áhuga og getu til að stofna fyrirtæki, það frjálst eftir sem áður og ef ríkið hagnaðist á sínum rekstri, gæti mögulega orðið sanngjarnari skipting auðs í heiminum.

 

Lúxuslíf er einn versti óvinur umhverfisins.  Þetta ætti ekki að snúast um að við getum keypt endalaust af einhverjum óþarfa. Við ættum að hafa passlega mikið – ekki of mikið eða of lítið

 

Smá hugleiðing um almenningssamgöngur á Íslandi:
Hvernig á fólk að geta tekið strætó þegar vinnudagurinn er jafn langur og raun ber vitni? Svar: Það er varla framkvæmanlegt.

 

Smá hugleiðing um Biblíuna:.
Af hverju fer guðinn ekki eftir eigin boðorðum (eins og þú skalt ekki mann deyða)?
Eitt og annað er talað um fyrirgefningu  í Biblíunni, en á einum stað er Jesúsinn með hótanir um eldinn. Er slíkur Jesús algóður?

 

Smá hugleiðing um einkarekin sjúkrahús:
Er ekki markmiðið með einkarekstrinum að græða á honum, og bætist sá kostnaður við að borga kapítalistanum gróðann ekki við þann kostnað sem fer í reksturinn?
Er ekki hætt við að þjónustan verði lélegri á einkareknu sjúkrahúsi þar sem menn gætu reynt að sleppa sem billegast frá hlutunum til að geta skilað meiri gróða?
Er ekki nóg fyrir skattborgarann að reka heilbrigðiskerfið en að þurfa halda uppi einhverjum kapítalistum í leiðinni?
(Hugtakið pilsfaldarkapítalismi er þegar kapítalistarnir hanga í pilsfaldinum á mömmunni (ríkinu) sem sér um að borga brúsann)

 

Kapítalismi = Velferðarkerfi ríka fólksins

 

Spurning fyrir frjálshyggjumenn:. Voru þrælarnir í USA í gamla daga lúserar og þrælahaldararnir vinnerar?

 

Spurning:. Er fína fólkið fínt fólk? Og er ófína fólkið ófínt fólk?

 

Hugleiðing um stórveldin:. Í gamla daga þegar ófriðlegt var í einhverju landi þá studdu Bandaríkin kannski stjórnarherinn og Sovétmenn uppreisnarmenn (eða öfugt).  Voru þeir ekki með þessu að kynda undir enn meiri hörmungum með að blanda sér í ófriðinn? Er þetta ekki svona enn eins og t.d. í Sýrlandi? Alltaf að skapa vandræði með valdatafli (og líka maka krókinn (því stríð getur verið arðbær bissness (eins og t.d. með vopnasölu))).

 

Hugleiðing um að vera "góður" eða "vondur":. Flestir gera bæði slæma og góða hluti. Er þá ekki einföldun að setja einhvern í annan hvorn kassann og segja að hann sé annað hvort góður eða vondur? 

 

Noregur verði ríki Íslendinga! (Múrum Norðmennina bara inní pínulitlu fangelsi eins og á Gaza í Ísrael). Þetta getum við gert af því guð nokkur gaf Ingólfi Arnarssyni og afkomendum hans Noreg (las það í gömlu trúriti sem ég fann inní kompu). Og nú skulum við endurheimta landið okkar - koma svo.

 

Einu sinni var maður sem var með svo þykkan vegg að hann gat ekki fundið til. Þannig að veggurinn sem átti að vernda hann skaðaði hann. 

 

Einu sinni var fólk sem dýrkaði sjálfsdýrkandann og fannst það betra en hinir.

  

Sumt fólk þarf alltaf að upphefja sjálft sig með að setja aðra niður. En er einhver æðri eða óæðri en næsti maður?

 

Hvort er verra mikilmennskukennd eða minnimáttarkennd?

 

Einu sinni var maður sem kunni skil á réttu og röngu og taldi að guð væri sér hliðhollur.

Svo var annar maður sem hagaði sér stundum á vafasaman hátt, en hann gat elskað alla menn – líka þá sem voru vondir við hann.

Væri ekki gott ef maður gæti gert bæði, haft kærleikann og elskað alla menn og líka hagað sér sæmilega.

 

“Galdurinn liggur í tilfinningunum.” var mér sagt og hefur oft reynst vel.

 

Hvað vitum við mennirnir?

 

Kannski er betra að deyja eins og maður en lifa eins og hundur

 

Ef ég vill fá trú á mannkynið hugsa ég um björgunarsveitirnar sem leggja sig í hættu við að bjarga öðrum í sjálfboðastarfi.

 

Hvað ætli ég hefði getað bjargað mörgum mannslífum með öllum café latte-num sem ég hef drukkið um dagana?

 

“Hver hefur sitt”.

 

Ég er einna hræddastur við sjálfan mig, því ég get verið minn versti óvinur.

 


?

Ekki olíu á eldinn

Velvilji

Jöfnuður

Kærleikur 

Tilfinningar

Heiðarleiki

Berjast

Vera kóngurinn yfir sjálfum mér

Húmor

Ég er vondur að einhverju leyti 


Einhver vitur manneskja sagði einu sinni:

Að hata er einsog að drekka eitur og óska öðrum áhrifin.


Hann dó fyrir land sitt.

Hann dó fyrir land sitt við að eyða lífi annarra. Hann var sönn þjóðhetja. 

Góðan daginn.


Um laun, arðgreiðslur og skatta

Það er örugglega gaman fyrir suma að hafa ofurlaun og líka fyrir aðra að hafa háar arðgreiðslur, en hafa ber í huga að kakan er bara ákveðið stór hvort sem er hjá einkafyrirtækjum eða hjá ríkinu og ef sumir taka "ofursneiðar" þá er bara minna til skiptanna fyrir hina. Auk þess verður varan sem fyrirtækið framleiðir að vera dýrari fyrir vikið sem bitnar á neytendum eða skattgreiðendum.Ég heyrði um daginn stungið uppá að hæstu laun væru fjórföld lágmarkslaun, mér finnst það ekki slæm hugmynd í ljósi þess að öll störf eru mikilvæg og að sanngirni sé gætt. Það þyrfti þá að koma betur til móts við námsmenn þ.a. námslánin séu að meiru leiti styrkur en lán, þ.a. fólk tapaði ekki á að mennta sig. En þar sem sumir taka stærri sneiðar af kökunni en aðrir (og sumir raunar mun meira en þeir hafa nokkurn tíma þörf fyrir) þá finnst mér sanngjarnt að þeir leggi meira til svo sanngirni sé gætt.


Játning

Ég er skítakarl. Til dæmis borða ég svín og egg. Dýrin þjást........ kannski álíka og í Auschwitz. Kannski er ég verri en nasistarnir, kannski voru sumir þeirra vegan? Það er mögulega verra að vera vondur við dýr en menn. Það er erfitt að meta hvor er raunverulega verri. Allt þyrfti að vera tekið með í reikninginn........Hvaða spil maður fékk á hendi og hvernig var spilað úr þeim og allar aðstæður. En allavegana þá er ég skítakarl að því leyti að ég borða svín og egg og ég á mér engar málsbætur.

Uppfært 6.9.2024:  Ég borða að vísu lítið af hvoru tveggja nú orðið, en borða engu að síður eitthvað og á mér engar málsbætur af þeim sökum.


How the great man comes to be (hypothesis):

Once upon a time there was a little boy who was small in heart and tiny. The great men around him (with big egos) met him with big headedness and arrogance that made him feel like he was smaller.

 

Then the little man went to school and absorbed university degrees and then rank and enjoyed worldly success that all went to his head. Furthermore, in response to the inferiority complex that was partly due to the big headedness of others, he himself began to consider himself a great man (and thus greater than some unnamed ones) and became himself a great egotist and a superman. Therefore, it could perhaps be said that big headedness and egoism in one can encourage big headedness and egoism in another.

 

And the records fed his sense of greatness and life became one fight of winning fights with others, getting the better off and aiming "higher" which got even more to his head. In all the fussing and fighting, he became an emotionless robot who was guided almost exclusively by his own reasoning and the rule of not letting ANYONE step on him, but in the process became almost emotionless and was unsure of what the word emotions really meant.

 

Then when he had become both president and prime minister, he began imprisoning journalists who criticized him and firing judges who were not on his side. In the end, he went to war because he would not let ANYONE step on him.

 

Maybe it's best to see oneself as neither superior nor inferior to others?


A State coffee house - why not?

I have an idea: What would it be like if the state went into the competitive market? What would it be like, if the state, for example had a bank, an insurance company, hospitals, etc., yes and even a state coffee house.

If the state can make money from businesses, in competition with private sector, then why isn’t it doing it for the benefit of the public. I would like to choose if I shop with a private bank (and the one percent) or a state bank (with the public).

Then there would be a mixture of both capitalism and common ownership, where one could choose either or both, as they like.

I would like to point out that common ownership has been successful in many fields, for example in some countries hospitals are run by the state and that system is a lot cheaper than the private health care system of the United States. The major electrical companies in Iceland, which are profitable businesses, are owned by the state and communities and people are generally happy with that and need to pay less taxes. Back in the old days the Icelandic state ran the national post and telephone company and that used to be a great source of income, before the telephone part of it was privatized. In some countries, like in Sweden for example, a large part of the housing market is owned by the communities, I guess it is possible to offer lower rent by that arrangement, (there should be less demand for profit from the community itself than by private investors).

In some countries people are not free to run their own businesses, however with this system you are free to do so, but the state is also free to compete and possibly take a slice of the profit. This system could also possibly contribute to a fairer division of wealth.

I do not know how good this idea is, on the scale from bad to good, but I wanted to mention it which is now done.

 


Why do some people fear and dislike refugees and immigrants? Hypothesis: People fear themselves......

Some people have it better than other people. Those people would maybe rather buy some unnecessary things than help people who live in garbage dumps out in the world. The rich people fear that the poor people will come and take the wealth and act as they did. In other words they fear themselves. This includes a fear of inequality, but also a racist thought that immigrants cannot prosper to the same extent as the locals or more than themselves. It is also known that those who favour right-wing policy - which usually includes inequality, are usually more opposed to immigrants. Maybe it's because they themselves are most afraid of being underneath.  I also believe that nationalism, other religions and “superiorism” can contribute to dislike of immigrants and lack of love?


Af hverju óttast sumir og hafa andúð á flóttamönnum og innflytjendum? Tilgáta: Fólk óttast sig sjálft......

Sumt fólk hefur það betra en annað fólk. Það fólk vill kannski frekar kaupa sér einhvern óþarfa en hjálpa fólki sem býr á ruslahaugum útí heimi. Ríka fólkið óttast að fátæka fólkið komi og taki auðinn og hagi sér eins og það gerði. Með öðrum orðum það óttast sig sjálft. Í þessu felst ótti um misskiptingu en einnig rasísk hugsun um að aðkomufólk megi ekki efnast í sama mæli og heimamenn eða meira en það sjálft. Svo er þekkt að þeir sem aðhyllast hægri stefnu - sem felur yfirleitt í sér misskiptingu, eru yfirleitt andsnúnari innflytjendum.  Kannski er það vegna þess að þeir óttast sjálfir mest að verða undir.  Auk þess tel ég þjóðrembu, önnur trúarbrögð og "yfirisma" geta stuðlað að andúð á innflytjendum og skortur á kærleika?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband