Færsluflokkur: Bloggar
26.8.2025 | 23:18
Gegn hernaði hvers konar
Ennþá er ofbeldi svarað með ofbeldi. En þegar kemur að hernaði eru ótrúlega margir sem falla í þann pytt að gjalda líku líkt og verða með því morðingjar einsog hinir. Með því bæta þeir meiri olíu á ófriðarbálið og afraksturinn einsog sundursprengd borg í fréttatímanum þar sem margir liggja í valnum. Var það ekki Gandhi sem sagði eitthvað á þessa leið: Auga fyrir auga mun gera allan heiminn blindan- jú það var Gandhi.
En nú hefur maðurinn komið sér upp kjarnorkuvopnum og hverskonar sem getur tortímt lífi á jörðinni. Hann er meira að segja búinn að prufukeyra kjarnorkuvopn á fólki. En eins og allir vita er ekki hægt að vinna kjarnorkustríð. Það er enginn sigurvegari í eyðileggingu, aðeins eyðileggjendur. Það gætu allir farist.
Svo er herjum venjulega stjórnað af einum brjálæðingi, svokölluðum "alpha male/female" sem er búinn að missa vitið fyrir löngu og allir segja bara já við hann - en mesti hálfviti heimsins er sá sem fylgir mesta hálfvita heimsins.
Allir hermenn verða að hlýða, sem gerir þá ekki að hálfvitum heldur jávitum, sem er sérstök tegund af fávita. Þeir eru búnir að afsala sér sjálfum sér til illra afla, eða herja hverskonar og gera einfaldlega það sem þeim er sagt að gera - að drepa. Og gleymum ekki að án þeirra hefði Hitler staðið einn - eða eins og segir í frábæru lagi Donovans: Universal Soldier. Heimurinn á ekki að vopnvæðast, hann á að afvopnast. Hernaði ætti að mótmæla með friðsamlegum hætti og elska ætti alla menn ef mögulegt, að mínu viti.
Eitt sem mig langar að minnast á þegar kemur að stríðum, en það eru trúarbrögðin sem stundum hvetja beinlínis til stríðs einsog t.d. Ísraelar trúa því að guð þeirra hafi gefið þeim landið umfram aðra menn. En fyrir mér eru trúarbrögðin til vitnis um stórkostlega heimsku mannanna og helst til þess fallin að skipta fólki í hópa og að fylla höfuð þess af lími. Það getur enginn sannað eða afsannað tilvist guðs eða endurfæðingar en þúsund síðna trúarrit og doðrantar, gallaðir einsog þeir eru, gera að mínu áliti hlutina verri. Þósvo það standi margt í trúarbrögðunum sem margir geta verið sammála um, þarf það ekki að vera að þau séu sönn.
Nú um stundir á sér stað annarskonar hernaður en sá hefðbundni, en það er hernaðurinn gegn náttúrunni. Á um það bil 150 árum er maðurinn kominn hálfa leið með að eyðileggja jörðina með aukningu gróðurhúsalofttegunda, eftir önnur 150 ár með sama áframhaldi verður lífið einsog við þekkjum það, farið, að mínu áliti. Losunin hefur verið að aukast ár frá ári en ekki minnka, sem bætir svörtu ofaná svart. Við erum ekki að gera nándar nógu mikið, en úr því sem komið er, munum við mögulega aldrei geta gert nóg.
Annað sem á sér stað er meðferðin á dýrunum í verksmiðjubúskapnum. Dýrin hafa það álíka slæmt og fangar í fangabúðum nasista.
Þó fagna ætti öllu lífi er löngu kominn tími til að fólk spyrji sig hvort ekki sé rétt að stilla barneignum í hóf, því endalaus mannfjölgun getur aldrei orðið.
Höfundur er náttúruníðingur með kolefnisspor og dýraníðingur sem borðar svín og egg þó í litlum mæli sé.
8.6.2025 | 08:14
The greatest
The greatest moron in the world is the one who follows the greatest moron in the world.
4.6.2025 | 10:24
Gangi ykkur vel
Ég óska ykkur góðs gengis að gera hreint fyrir ykkar dyrum. þið hafið tækifæri til þess núna.
2.6.2025 | 09:25
Sá mesti
Mesti hálfviti í heimi er sá sem fylgir mesta hálfvita í heimi.
23.1.2025 | 10:37
Confession
I'm a shit man. For example, I eat pork and eggs. The animals are suffering........ maybe similar as in Auschwitz. Maybe I'm worse than the Nazis, maybe some of them were vegans? It is possibly worse to be mean to animals than to people. It's hard to say who is really worse. Everything would have to be taken into account........What cards you were dealt and how they were played and all the circumstances. But anyway, I'm a shit man in that I eat pork and eggs and I have no compensation.
Updated september 6th 2024: I eat little of both now days, but I do eat some, and I have no compensation for that.
31.10.2024 | 10:16
Hugleiðingar
Gáta: Hvað er líkt með kapítalista og öryrkja?
Svar:. Þeir eru báðir á framfærslu vinnandi fólks.
Smá hugleiðing um samkeppni:
Það er alltaf talað um að samkeppni sé af hinu góða, en gallinn við samkeppni er að það eru vinnerar og lúserar. Stundum á þetta við um heilu heimsálfurnar, t.d. Bandaríkin og Afríku - vinner og lúser. Hvernig á t.d. Simbabve að keppa við Bandaríkin? Þeir eru langt á eftir í þróun. Eiga þeir t.d. að fara að framleiða tölvur og bíla? Þeir færu örugglega á hausinn, þ.s. hinir hafa samkeppnisforskot. Þeir ríku verða ríkari....... E.t.v. væri heimurinn betri ef það væri meiri samvinna og minni samkeppni.
......Svo gæti annar möguleiki verið að ríkið stofnaði hin ýmsustu fyrirtæki og færi í samkeppni við einkafyrirtækin. Þá væri þeim sem hefðu áhuga og getu til að stofna fyrirtæki, það frjálst eftir sem áður og ef ríkið hagnaðist á sínum rekstri, gæti mögulega orðið sanngjarnari skipting auðs í heiminum.
Lúxuslíf er einn versti óvinur umhverfisins. Þetta ætti ekki að snúast um að við getum keypt endalaust af einhverjum óþarfa. Við ættum að hafa passlega mikið ekki of mikið eða of lítið
Smá hugleiðing um almenningssamgöngur á Íslandi:
Hvernig á fólk að geta tekið strætó þegar vinnudagurinn er jafn langur og raun ber vitni? Svar: Það er varla framkvæmanlegt.
Smá hugleiðing um Biblíuna:.
Af hverju fer guðinn ekki eftir eigin boðorðum (eins og þú skalt ekki mann deyða)?
Eitt og annað er talað um fyrirgefningu í Biblíunni, en á einum stað er Jesúsinn með hótanir um eldinn. Er slíkur Jesús algóður?
Smá hugleiðing um einkarekin sjúkrahús:
Er ekki markmiðið með einkarekstrinum að græða á honum, og bætist sá kostnaður við að borga kapítalistanum gróðann ekki við þann kostnað sem fer í reksturinn?
Er ekki hætt við að þjónustan verði lélegri á einkareknu sjúkrahúsi þar sem menn gætu reynt að sleppa sem billegast frá hlutunum til að geta skilað meiri gróða?
Er ekki nóg fyrir skattborgarann að reka heilbrigðiskerfið en að þurfa halda uppi einhverjum kapítalistum í leiðinni?
(Hugtakið pilsfaldarkapítalismi er þegar kapítalistarnir hanga í pilsfaldinum á mömmunni (ríkinu) sem sér um að borga brúsann)
Kapítalismi = Velferðarkerfi ríka fólksins
Spurning fyrir frjálshyggjumenn:. Voru þrælarnir í USA í gamla daga lúserar og þrælahaldararnir vinnerar?
Spurning:. Er fína fólkið fínt fólk? Og er ófína fólkið ófínt fólk?
Hugleiðing um stórveldin:. Í gamla daga þegar ófriðlegt var í einhverju landi þá studdu Bandaríkin kannski stjórnarherinn og Sovétmenn uppreisnarmenn (eða öfugt). Voru þeir ekki með þessu að kynda undir enn meiri hörmungum með að blanda sér í ófriðinn? Er þetta ekki svona enn eins og t.d. í Sýrlandi? Alltaf að skapa vandræði með valdatafli (og líka maka krókinn (því stríð getur verið arðbær bissness (eins og t.d. með vopnasölu))).
Hugleiðing um að vera "góður" eða "vondur":. Flestir gera bæði slæma og góða hluti. Er þá ekki einföldun að setja einhvern í annan hvorn kassann og segja að hann sé annað hvort góður eða vondur?
Noregur verði ríki Íslendinga! (Múrum Norðmennina bara inní pínulitlu fangelsi eins og á Gaza í Ísrael). Þetta getum við gert af því guð nokkur gaf Ingólfi Arnarssyni og afkomendum hans Noreg (las það í gömlu trúriti sem ég fann inní kompu). Og nú skulum við endurheimta landið okkar - koma svo.
Einu sinni var maður sem var með svo þykkan vegg að hann gat ekki fundið til. Þannig að veggurinn sem átti að vernda hann skaðaði hann.
Einu sinni var fólk sem dýrkaði sjálfsdýrkandann og fannst það betra en hinir.
Sumt fólk þarf alltaf að upphefja sjálft sig með að setja aðra niður. En er einhver æðri eða óæðri en næsti maður?
Hvort er verra mikilmennskukennd eða minnimáttarkennd?
Einu sinni var maður sem kunni skil á réttu og röngu og taldi að guð væri sér hliðhollur.
Svo var annar maður sem hagaði sér stundum á vafasaman hátt, en hann gat elskað alla menn líka þá sem voru vondir við hann.
Væri ekki gott ef maður gæti gert bæði, haft kærleikann og elskað alla menn og líka hagað sér sæmilega.
Galdurinn liggur í tilfinningunum. var mér sagt og hefur oft reynst vel.
Hvað vitum við mennirnir?
Kannski er betra að deyja eins og maður en lifa eins og hundur
Ef ég vill fá trú á mannkynið hugsa ég um björgunarsveitirnar sem leggja sig í hættu við að bjarga öðrum í sjálfboðastarfi.
Hvað ætli ég hefði getað bjargað mörgum mannslífum með öllum café latte-num sem ég hef drukkið um dagana?
Hver hefur sitt.
Ég er einna hræddastur við sjálfan mig, því ég get verið minn versti óvinur.
30.10.2024 | 16:17
?
Ekki olíu á eldinn
Velvilji
Jöfnuður
Kærleikur
Tilfinningar
Heiðarleiki
Berjast
Vera kóngurinn yfir sjálfum mér
Húmor
Ég er vondur að einhverju leyti
Lifa
19.10.2024 | 12:12
Einhver vitur manneskja sagði einu sinni:
Að hata er einsog að drekka eitur og óska öðrum áhrifin.
2.10.2024 | 16:11
Hann dó fyrir land sitt.
Hann dó fyrir land sitt við að eyða lífi annarra. Hann var sönn þjóðhetja.
Góðan daginn.
14.9.2024 | 10:21
Um laun, arðgreiðslur og skatta
Það er örugglega gaman fyrir suma að hafa ofurlaun og líka fyrir aðra að hafa háar arðgreiðslur, en hafa ber í huga að kakan er bara ákveðið stór hvort sem er hjá einkafyrirtækjum eða hjá ríkinu og ef sumir taka "ofursneiðar" þá er bara minna til skiptanna fyrir hina. Auk þess verður varan sem fyrirtækið framleiðir að vera dýrari fyrir vikið sem bitnar á neytendum eða skattgreiðendum.Ég heyrði um daginn stungið uppá að hæstu laun væru fjórföld lágmarkslaun, mér finnst það ekki slæm hugmynd í ljósi þess að öll störf eru mikilvæg og að sanngirni sé gætt. Það þyrfti þá að koma betur til móts við suma námsmenn þ.a. námslánin séu að meiru leiti styrkur en lán, þ.a. fólk tapaði ekki á að mennta sig. En þar sem sumir taka stærri sneiðar af kökunni en aðrir (og sumir raunar mun meira en þeir hafa nokkurn tíma þörf fyrir) þá finnst mér sanngjarnt að þeir leggi meira til svo sanngirni sé gætt.