13.7.2023 | 08:23
Af hverju óttast sumir og hafa andúð á flóttamönnum og innflytjendum? Tilgáta: Fólk óttast sig sjálft......
Sumt fólk hefur það betra en annað fólk. Það fólk vill kannski frekar kaupa sér einhvern óþarfa en hjálpa fólki sem býr á ruslahaugum útí heimi. Ríka fólkið óttast að fátæka fólkið komi og taki auðinn og hagi sér eins og það gerði. Með öðrum orðum það óttast sig sjálft. Í þessu felst ótti um misskiptingu en einnig rasísk hugsun um að aðkomufólk megi ekki efnast í sama mæli og heimamenn eða meira en það sjálft. Svo er þekkt að þeir sem aðhyllast hægri stefnu - sem felur yfirleitt í sér misskiptingu, eru yfirleitt andsnúnari innflytjendum. Kannski er það vegna þess að þeir óttast sjálfir mest að verða undir. Auk þess tel ég þjóðrembu, önnur trúarbrögð og "yfirisma" geta stuðlað að andúð á innflytjendum og skortur á kærleika?