Smá hugleiðing um samkeppni

Það er alltaf talað um að samkeppni sé af hinu góða, en gallinn við samkeppni er að það eru vinnerar og lúserar. Stundum á þetta við um heilu heimsálfurnar, t.d. Bandaríkin og Afríku - vinner og lúser. Hvernig á t.d. Simbabve að keppa við Bandaríkin?  Þeir eru langt á eftir í þróun.  Eiga þeir t.d. að fara að framleiða tölvur og bíla? Þeir færu örugglega á hausinn, þ.s. hinir hafa samkeppnisforskot.  Þeir ríku verða ríkari....... E.t.v. væri heimurinn betri ef það væri meiri samvinna og minni samkeppni.

......Svo gæti annar möguleiki verið að ríkið stofnaði hin ýmsustu fyrirtæki og færi í samkeppni við einkafyrirtækin. Þá væri þeim sem hefðu áhuga og getu til að stofna fyrirtæki, það frjálst eftir sem áður og ef ríkið hagnaðist á sínum rekstri, gæti mögulega orðið sanngjarnari skipting auðs í heiminum.

 


Um laun, arðgreiðslur og skatta

Það er örugglega gaman fyrir suma að hafa ofurlaun og líka fyrir aðra að hafa háar arðgreiðslur, en hafa ber í huga að kakan er bara ákveðið stór hvort sem er hjá einkafyrirtækjum eða hjá ríkinu og ef sumir taka "ofursneiðar" þá er bara minna til skiptanna fyrir hina. Auk þess verður varan sem fyrirtækið framleiðir að vera dýrari fyrir vikið sem bitnar á neytendum eða skattgreiðendum.Ég heyrði um daginn stungið uppá að hæstu laun væru fjórföld lágmarkslaun, mér finnst það ekki slæm hugmynd í ljósi þess að öll störf eru mikilvæg og að sanngirni sé gætt. Það þyrfti þá að koma betur til móts við námsmenn þ.a. námslánin séu að meiru leiti styrkur en lán, þ.a. fólk tapaði ekki á að mennta sig. En þar sem sumir taka stærri sneiðar af kökunni en aðrir (og sumir raunar mun meira en þeir hafa nokkurn tíma þörf fyrir) þá finnst mér sanngjarnt að þeir leggi meira til svo sanngirni sé gætt.


Játning

Ég er skítakarl. Til dæmis borða ég svín og egg. Dýrin þjást........ kannski álíka og í Auschwitz. Kannski er ég verri en nasistarnir, kannski voru sumir þeirra vegan? Það er mögulega verra að vera vondur við dýr en menn. Það er erfitt að meta hvor er raunverulega verri. Allt þyrfti að vera tekið með í reikninginn........Hvaða spil maður fékk á hendi og hvernig var spilað úr þeim og allar aðstæður. En allavegana þá er ég skítakarl að því leyti að ég borða svín og egg og ég á mér engar málsbætur.

Uppfært 6.9.2024:  Ég borða að vísu lítið af hvoru tveggja nú orðið, en borða engu að síður eitthvað og á mér engar málsbætur af þeim sökum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband