Hugleiðingar

Gáta: Hvað er líkt með kapítalista og öryrkja?

Svar:. Þeir eru báðir á framfærslu vinnandi fólks.

 

Smá hugleiðing um samkeppni:
Það er alltaf talað um að samkeppni sé af hinu góða, en gallinn við samkeppni er að það eru vinnerar og lúserar. Stundum á þetta við um heilu heimsálfurnar, t.d. Bandaríkin og Afríku - vinner og lúser. Hvernig á t.d. Simbabve að keppa við Bandaríkin?  Þeir eru langt á eftir í þróun.  Eiga þeir t.d. að fara að framleiða tölvur og bíla? Þeir færu örugglega á hausinn, þ.s. hinir hafa samkeppnisforskot.  Þeir ríku verða ríkari....... E.t.v. væri heimurinn betri ef það væri meiri samvinna og minni samkeppni.

......Svo gæti annar möguleiki verið að ríkið stofnaði hin ýmsustu fyrirtæki og færi í samkeppni við einkafyrirtækin. Þá væri þeim sem hefðu áhuga og getu til að stofna fyrirtæki, það frjálst eftir sem áður og ef ríkið hagnaðist á sínum rekstri, gæti mögulega orðið sanngjarnari skipting auðs í heiminum.

 

Lúxuslíf er einn versti óvinur umhverfisins.  Þetta ætti ekki að snúast um að við getum keypt endalaust af einhverjum óþarfa. Við ættum að hafa passlega mikið – ekki of mikið eða of lítið

 

Smá hugleiðing um almenningssamgöngur á Íslandi:
Hvernig á fólk að geta tekið strætó þegar vinnudagurinn er jafn langur og raun ber vitni? Svar: Það er varla framkvæmanlegt.

 

Smá hugleiðing um Biblíuna:.
Af hverju fer guðinn ekki eftir eigin boðorðum (eins og þú skalt ekki mann deyða)?
Eitt og annað er talað um fyrirgefningu  í Biblíunni, en á einum stað er Jesúsinn með hótanir um eldinn. Er slíkur Jesús algóður?

 

Smá hugleiðing um einkarekin sjúkrahús:
Er ekki markmiðið með einkarekstrinum að græða á honum, og bætist sá kostnaður við að borga kapítalistanum gróðann ekki við þann kostnað sem fer í reksturinn?
Er ekki hætt við að þjónustan verði lélegri á einkareknu sjúkrahúsi þar sem menn gætu reynt að sleppa sem billegast frá hlutunum til að geta skilað meiri gróða?
Er ekki nóg fyrir skattborgarann að reka heilbrigðiskerfið en að þurfa halda uppi einhverjum kapítalistum í leiðinni?
(Hugtakið pilsfaldarkapítalismi er þegar kapítalistarnir hanga í pilsfaldinum á mömmunni (ríkinu) sem sér um að borga brúsann)

 

Kapítalismi = Velferðarkerfi ríka fólksins

 

Spurning fyrir frjálshyggjumenn:. Voru þrælarnir í USA í gamla daga lúserar og þrælahaldararnir vinnerar?

 

Spurning:. Er fína fólkið fínt fólk? Og er ófína fólkið ófínt fólk?

 

Hugleiðing um stórveldin:. Í gamla daga þegar ófriðlegt var í einhverju landi þá studdu Bandaríkin kannski stjórnarherinn og Sovétmenn uppreisnarmenn (eða öfugt).  Voru þeir ekki með þessu að kynda undir enn meiri hörmungum með að blanda sér í ófriðinn? Er þetta ekki svona enn eins og t.d. í Sýrlandi? Alltaf að skapa vandræði með valdatafli (og líka maka krókinn (því stríð getur verið arðbær bissness (eins og t.d. með vopnasölu))).

 

Hugleiðing um að vera "góður" eða "vondur":. Flestir gera bæði slæma og góða hluti. Er þá ekki einföldun að setja einhvern í annan hvorn kassann og segja að hann sé annað hvort góður eða vondur? 

 

Noregur verði ríki Íslendinga! (Múrum Norðmennina bara inní pínulitlu fangelsi eins og á Gaza í Ísrael). Þetta getum við gert af því guð nokkur gaf Ingólfi Arnarssyni og afkomendum hans Noreg (las það í gömlu trúriti sem ég fann inní kompu). Og nú skulum við endurheimta landið okkar - koma svo.

 

Einu sinni var maður sem var með svo þykkan vegg að hann gat ekki fundið til. Þannig að veggurinn sem átti að vernda hann skaðaði hann. 

 

Einu sinni var fólk sem dýrkaði sjálfsdýrkandann og fannst það betra en hinir.

  

Sumt fólk þarf alltaf að upphefja sjálft sig með að setja aðra niður. En er einhver æðri eða óæðri en næsti maður?

 

Hvort er verra mikilmennskukennd eða minnimáttarkennd?

 

Einu sinni var maður sem kunni skil á réttu og röngu og taldi að guð væri sér hliðhollur.

Svo var annar maður sem hagaði sér stundum á vafasaman hátt, en hann gat elskað alla menn – líka þá sem voru vondir við hann.

Væri ekki gott ef maður gæti gert bæði, haft kærleikann og elskað alla menn og líka hagað sér sæmilega.

 

“Galdurinn liggur í tilfinningunum.” var mér sagt og hefur oft reynst vel.

 

Hvað vitum við mennirnir?

 

Kannski er betra að deyja eins og maður en lifa eins og hundur

 

Ef ég vill fá trú á mannkynið hugsa ég um björgunarsveitirnar sem leggja sig í hættu við að bjarga öðrum í sjálfboðastarfi.

 

Hvað ætli ég hefði getað bjargað mörgum mannslífum með öllum café latte-num sem ég hef drukkið um dagana?

 

“Hver hefur sitt”.

 

Ég er einna hræddastur við sjálfan mig, því ég get verið minn versti óvinur.

 


?

Ekki olíu á eldinn

Velvilji

Jöfnuður

Kærleikur 

Tilfinningar

Heiðarleiki

Berjast

Vera kóngurinn yfir sjálfum mér

Húmor

Ég er vondur að einhverju leyti 


Einhver vitur manneskja sagði einu sinni:

Að hata er einsog að drekka eitur og óska öðrum áhrifin.


Hann dó fyrir land sitt.

Hann dó fyrir land sitt við að eyða lífi annarra. Hann var sönn þjóðhetja. 

Góðan daginn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband